Er þetta ný martröð? Af hverju ekki "græn-vöxtur"?

ALCAN virðist ekki skilja það að rúmur helmingur Hafnfirðinga (og Íslendinga) vill ekki meiri stóriðju. Skilaboðin eru skýr. 21. öldin er loksins byrjuð á Íslandi. Alcan er greinilega ekki í sambandi við raunveruleikann.

Íslendingar borga fyrir stóriðjudrauma með síhækkandi skuldum heimilana. Á meðan Evrópubúar borga ca. 4% vexti af húsnæðislánum, borgum við 15% (5% vexti plús 10% verðtryggingu). Bæði þeir sem eru með og á móti álverum.

Álver, álver, álver.... samt á Ísland nattúru sem er einstök í heiminum.

Á sama tíma missum við af mörgum góðum tækifærum. "Græn-vöxtur" er viðurkennd hagfræði í Evrópu. Af hverju ekki hérna?

Ég skil samt vel þá sem óttast nýjar hugmyndir um framtíðina. Þetta er risavaxið verkefni sem krefur okkur um að breyta hugsun og lifnaðarháttum okkar.

En göngum hugrökk á vit 21. aldarinnar. Minnumst gríðarlegra möguleika í krafti nýsköpunar og tækni sem geta bætt hag fólks á jörðinni og ástandi hennar. Það eru ótakmarkaðir, spennandi möguleikar sem virðast draumkenndir í dag en geta verið orðnir raunveruleiki áður en langt um líður. Heimur morgundagsins verður allur annar en heimurinn í dag. En annar heimur en sá sem við þekkjum er svo sannarlega möguleiki.


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því fer fjarri að rúmur helmingur Hafnfirðinga vilji ekki meiri stóryðju.

Samkvæmt kosningu á vegum bæjaryfirvalda fyrir rúmri viku voru ca. 38 % Hafnfirðinga á móti stækkun álvers í Straumsvík og ca. 37 % sem vildu stækkun. Samkvæmt þessum námunduðu tölum eru 62 % Hafnfirðinga annað hvort hlynntir stækkun álvers í Straumsvík eða er sama um hvaða breytingar verða þar.

Ég bý ekki í Hafnarfirði, en gerði það á á árunum 1957 til 1968. Á þessum árum ríkti mikil stöðnun í bænum hvað varðaði atvinnutækifæri, og var því ekki mikill framfarabragur á bænum, ekki beint vor í lofti. Ef til vill hefði verið unnt að beina sjónum til framfara í eitthvað annað en að reisa álver, en þessi kostur varð fyrir valinu, var atvinnuskapandi og tekjur bæjarfélagsins jukust talsvert. Byggðin stækkaði.

Einhvers staðar verða "vondir að vera", og því ekki að leyfa þeim að eflast ögn á sínum stað frekar en að fara um víðan völl.

Álgerð hjá Alcan í Straumsvík er hátækniiðnaður. Þarna er ekki verið að taka leir frá útlöndum og breyta í eina tegund hrááls til iðnaðar, heldur verið að framleiða ca. 200 tegundir af álblöndum, sumum mjög svo nýtískulegum.

Mengun frá álverinu er einungis brotabrot þess sem kemur frá notkun nagladekkja, sökum saltausturs á götur, notkun malbiks í stað steinsteypu í götur og vegi og afnámi strandsiglinga svo eitthvað sé nefnt.

Allar hugmyndir sem stefna til framfara eru góðra gjalda verðar, en ég tel að útrýming álversins í Straumsvík sé ekki til Heilla.

Bestu kveðjur,

Þór Sigurjónsson. 

Þór Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 01:32

2 identicon

Vel sagt!

Helga (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband