Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Let´s focus on the facts, not be distracted by bla, bla, bla

The whole truth about these events and the eventual abuse of the rights of foreign workers must be fully investigated. Also the news or coverage of the events done by the TV program. Information presented to the public as the "truth" must be neutral and impartial and reflect the real facts.

Nobody can substitute him/herself in the role of the authorities  or even the judge.

My experience as a lawyer is that many people trespassing the law find the perfect excuses to justify themselves. Was this the case?

Let's not be distracted by the noise and all the bla, bla, bla. Let´s focus on the facts.

The abuse of the social and economic rights of foreign workers should be totally forbidden and duly prosecuted. We need to reinforce the existing rules and the supervision of the authorities so that this kind of events do not happen.

This is the view of the Íslandshreyfingin policy

See www.islandshreyfingin.is
See also my article entitled "Ich bin ein Berliner" about immigration policy at this blog

mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ný martröð? Af hverju ekki "græn-vöxtur"?

ALCAN virðist ekki skilja það að rúmur helmingur Hafnfirðinga (og Íslendinga) vill ekki meiri stóriðju. Skilaboðin eru skýr. 21. öldin er loksins byrjuð á Íslandi. Alcan er greinilega ekki í sambandi við raunveruleikann.

Íslendingar borga fyrir stóriðjudrauma með síhækkandi skuldum heimilana. Á meðan Evrópubúar borga ca. 4% vexti af húsnæðislánum, borgum við 15% (5% vexti plús 10% verðtryggingu). Bæði þeir sem eru með og á móti álverum.

Álver, álver, álver.... samt á Ísland nattúru sem er einstök í heiminum.

Á sama tíma missum við af mörgum góðum tækifærum. "Græn-vöxtur" er viðurkennd hagfræði í Evrópu. Af hverju ekki hérna?

Ég skil samt vel þá sem óttast nýjar hugmyndir um framtíðina. Þetta er risavaxið verkefni sem krefur okkur um að breyta hugsun og lifnaðarháttum okkar.

En göngum hugrökk á vit 21. aldarinnar. Minnumst gríðarlegra möguleika í krafti nýsköpunar og tækni sem geta bætt hag fólks á jörðinni og ástandi hennar. Það eru ótakmarkaðir, spennandi möguleikar sem virðast draumkenndir í dag en geta verið orðnir raunveruleiki áður en langt um líður. Heimur morgundagsins verður allur annar en heimurinn í dag. En annar heimur en sá sem við þekkjum er svo sannarlega möguleiki.


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ICH BIN EIN BERLINER"

Þegar forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, kom í opinbera heimsókn til Vestur Berlínar í júní 1963 sagði hann í ræðu sem er talin ein af hans bestu hina frægu setningu, „Ég er Berlínarbúi“. Hann sagði:

„Allir frjálsir menn, hvar sem þeir búa, eru borgarar Berlínar, og þess vegna gerir það mig stoltan sem frjálsan mann að segja, ég er Berlínarbúi.“

Hvernig gat hann álitið sig vera borgara Berlínar ef hann var Bandaríkjamaður? Nú, það er einmitt málið. Hann var að undirstrika pólitískan stuðning sinn við Berlínarbúa skömmu eftir að kommúnistaríkið Austur Þýskaland reisti Berlínarmúrinn. Múrinn var reistur sem víggirðing til þess að hindra fólk í að fara milli Austurs og Vesturs. Kennedy gaf með fleygum orðum sínum til kynna að múrinn sem hefði rænt þá Berlínarbúa sem bjuggu í Austurhlutanum frelsi til þess að yfirgefa landið og heimsækja fjölskyldu og vini í Vesturhlutanum væri vanvirða fyrir alla frjálsa menn. Hann bætti við að þegar brotið er á mannréttindum, skert frelsi og lýðræði og þegar ferðafrelsi er takmarkað … þá erum við öll fórnarlömb, við verðum öll fyrir barðinu á því. Við erum öll “Berlínarbúar.”

Samkvæmt 13. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar má ekki banna borgurum að yfirgefa land sitt. En það er ekki sambærilegt ákvæði um komu þeirra sem eru ekki borgarar. Það sama má segja um Mannréttindasáttmála Evrópu. Frelsi til þess að fara frá landi er ekki tengt því að vera hleypt inn í annað land. Við erum öll “Berlínarbúar” þegar við yfirgefum heimalönd okkar vegna þess að ekkert land er skylt til að taka við okkur.

Það er því ekki að undra að innflytjendamál séu orðin stórmál alls staðar í heiminum. Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru líkast til einu svæðin í heiminum sem leyfa frjálst flæði fólks milli meðlimaríkjanna (samkvæmt vissum reglum.)

Vegna EES-samningsins er Íslandi skylt að samþykkja frjálsar ferðir fólks sem eru borgarar EES (25 ríki ESB plús 3 ríki, því að Rúmenía og Búlgaría eru nú innan ESB en ekki í EES). Að sjálfsögðu er Íslendingum frjálst að ferðast og setjast að í öðrum EES löndum. Bann við mismunun og sama meðferð allra gilda innan þessa svæðis.

Hvað varðar borgara annarra ríkja, sem tilheyra hvorki ESB eða EES, þá getur Ísland sett sér eigin stefnu um innflytjendur og rétt þeirra. Það getur leyft fólki að flytja til landsins af ástæðum sem hafa með hagkerfi Íslands að gera, eins og þörf á vinnuafli.

Það segir sig sjálft að aðstreymi erlendra borgara getur skapað spennu á vinnumarkaði og í samfélaginu og brýnt er að takast fljótt og vel á við þau vandamál sem geta komið upp.

Skýrri stefnu í innflytjendamálum verður að fylgja skýr stefna um gagnkvæma aðlögun. Efnahagslegum réttindum verða að fylgja félagsleg réttindi eigi innflytjendur að geta fótað sig í nýju landi. Það er sorgleg staðreynd að andspænis hinum nýja og flókna veruleika aukinna fólksflutninga milli landa hefur Evrópuríkjum ekki tekist að marka sér skýra stefnu hvað varðar innflytjendur og gagnkvæma aðlögun. Á meðan ESB hefur æ ofan í æ viðurkennt þörfina fyrir innflytjendur í Evrópu hefur verið lítil samstaða um hvernig best sé að standa að þessum málum svo vel sé bæði innan þjóðríkjanna og innan ESB.

Það er ljóst að Evrópa er að komast að vendipunkti í því að bregðast við málefnum innflytjenda og gagnkvæmrar aðlögunar. Á sama tíma og innflytjendastraumar verða æ flóknara fyrirbæri virðist æ erfiðara að gefa einföld svör við spurningum um hvernig best sé að samlaga þessa hópa þeim sem fyrir eru í Evrópu.

Því miður er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeim verkefnum sem blasa við í samfélögum okkar. Lífið heldur áfram óháð því hvort til er skýr stefna um innflytjendamál eða ekki. Þrátt fyrir að þetta sé flókinn málaflokkur, eins og sagt er, þá er enn brýn þörf að hafa skýra stefnu um gagnkvæma aðlögun.
 
Gagnkvæm aðlögun sem slík er á hendi stjórnvalda í viðkomandi landi eða svæði, og hlutverk ESB er að setja viðmið. Megin rökin fyrir aðlögun innflytjenda eru þau að allir hafi sömu mannréttindi og sama frelsi óháð þjóðerni, uppruna eða kynþætti, eins og kveðið er á í Evrópusáttmálanum. Jafn réttur allra borgara samfélags endurspeglast í stefnuskrám sem boða jöfn tækifæri og berjast gegn mismunun.

Mikilvægasta varðan á leið ESB var samþykkt 11 sameinginlegra „lögmála“ 11 Common Basic Principles (CBPs) frá nóvember 2004 til að “bjóða upp á heildstæða rammaáætlun um gagnkvæma aðlögun fólks frá öðrum löndum en EES.“ Þessi lögmál kveða á um forgang viðmiða sem öll stefnumótun um gagnkvæma aðlögun á að hafa að leiðarljósi, en þar á meðal eru hin mikilvægustu aðgangur að atvinnu, grundvallar þekking á hinu opinbera tungumáli, og þátttaka í lýðræðisferlum. Þessi lögmál eru einnig grunnur að samevrópskri áætlun um gagnkvæma aðlögun.

Þar sem gagnkvæm aðlögun er ekki hluti EES-samningsins er ljóst að Ísland er ekki bundið af hinum “mjúku” evrópsku reglum. Ísland á engu að síður aðild að Evrópska mannréttindasáttmálanum og ætti að fylgja öðrum Evrópuþjóðum að málum. Þriðja skýrslan sem Evrópuráðið gaf út um Ísland árið 2006 (European Commission Against Racism and Intolerance) hvetur íslensk stjórnvöld í viðleitni sinni til að taka mið af reynslu annarrra Evrópuþjóða og ráðleggur að tryggja sem best rekstur hins nýja innflytjendaráðs með öllum tiltækum ráðum.

Það er nefnilega staðreynd að stefna um gagnkvæma aðlögun er meira aðkallandi en nokkru sinni fyrr. Okkur ber skylda til að tryggja að allir nýbúar, frá Evrópu eða annars staðar frá, geti spjarað sig í nýju landi. Þetta er afar brýnt vegna þess hversu eldfim þessi mál geta verið. Umræðan þarf að vera opinská og opinber. Úrræðin verða að standa til boða. Það er ekki einasta ábyrgðarlaust að huga ekki að stórum hópi erlendra samborgara eða láta sem vandamál séu ekki til staðar. Það mun einnig skapa spennu og ala á kynþáttahatri og útlendingafælni í samfélagi okkar. Það fæðist enginn maður “innflytjandi”. Maður verður að “Berlínarbúa” þegar maður flytur milli landa.


Veni, vidi, vinci?

Af þessu er ljóst að Ómar Ragnarsson gæti orðið verðugur fulltrúi margra kjósenda á nýrri öld. EIns og Júlíus Cesar sagði fyrir nokkru síðan að loknum sigri: "Veni, vidi, vinci." Ómar kom, sá og við bíðum spennt að sjá hversu stór sigur hans verður.

mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"GRÆN-VÖXTUR". HAGFRÆÐI SÍÐ-EFNISHYGGJUSAMFÉLAGSINS

Það er næstum þversögn að síðasta bók J.K. Gailbraith, eins frægasta hagfræðings Bandaríkjanna á 20. öld, sem var þekktur fyrir framsæknar skoðanir sínar, hefur að geyma harða gagnrýni á kapítalíska hagkerfið. Það er ekki síður athyglisvert að Gailbraith taldi „Hagfræði saklauss skrums” (The Economics of Innocent Fraud) frá árinu 2004 vera sína bestu bók. Hvernig stendur á því að maður eins og Gailbraith varð á tíræðisaldri einn snjallasti og róttækasti talsmaður “andkapítalísku” kynslóðarinnar?

Í síðustu bók sinni skýrði hann gagnrýni sína á hagvöxt (Gross Domestic Product) og andmælti því að gera hann að mælikvarða á þróun og framfarir. Hann hélt því staðfastlega fram að við værum á villigötum ef við legðum mat á samfélagslegar framfarir út frá hagvaxtartölum.

Gailbraith gagnrýndi það viðhorf að stöðugt vaxandi efnisleg framleiðsla gæða og þjónustu væri megin mælikvarði á  heilbrigt hagkerfi og samfélag. Þetta voru síður en svo nýjar fréttir. Hann hafði haldið þessu sama fram í “Velmegunarsamfélaginu”(The Affluent Society) árið 1958, sem var fyrsta mikilvæga dæmið um hagfræðilegar efasemdir um gildi hagþróunar. Nei, Gailbraith var ekki búinn að tapa vitinu. Hann var enn mjög skýr í hugsun. Það er vegna þessara kenninga sem Gailbraith er stundum álitinn vera einn af fyrstu “síð-efnishyggjusinnunum” og hann var sá fyrsti til að skrifa hagfræðilega um nauðsyn þess að gefa öðrum gildum forgang, eins og menntun, heilbrigði, lýðræði eða umhverfisvernd.

Kenningin um síð-efnishyggju kveður á um að þegar einstaklingar eða samfélög eru orðin velmegandi eða “rík” þá sé einber framleiðsla gæða og þjónustu (efnishyggja) ekki lengur fullnægjandi vegna þess að þau byrja að meta mikils önnur mannleg gildi eins og einstaklingsþroska, persónulegt frelsi, þátttöku borgara í ákvörðunum stjórnvalda og viðleitni til þess að halda umhverfinu hreinu og heilsusamlegu (síð-efnishyggja). Þess vegna taldi Gailbraith það vera rökrétt niðurstaða að ríkar þjóðir þyrftu á nýrri hagfræðikenningu að halda.

Ný kenning um hagþróun sem boðar að tryggja vöxt og vernda umhverfið – hvernig á hún að geta gengið upp? Í það minnsta er það ekki létt verk vegna þess að hingað til hafa hagvaxtarkenningar og umhverfisvernd verið andstæður. Málflutningur umhverfissinna var fremur neikvæður og byggði á þeirri sannfæringu að einungis væri unnt að gera bætur á umhverfi með því að minnka hagvöxt. Ekki væri hægt að bæði eiga kökuna og borða hana og þess vegna gætu samfélög ekki verndað umhverfi og tryggt hagvöxt á sama tíma. En er það endilega rétt?

Lítum á þessar forsendur út frá nýju sjónarhorni. Í fyrsta lagi er hagþróun ekki nauðsynlega neikvæð. Það er ekki hægt að hafna hagvexti sem slíkum. Hann gerir fólki kleift að lifa auðugra og heilbrigðara lífi og hann styrkir menningu og vísindaþróun með víðtækum hætti. Í öðru lagi sýna rannsóknir að þegar þjóðir efnast þá batnar umhverfi þeirra. Hagvöxtur er ekki fullkominn, en vöxtur skapar það ríkidæmi sem þarf til að kosta hreinna umhverfi. Það er staðreynd að ríkar þjóðir búa við hreinna umhverfi vegna þess að þær hafa einfaldlega efni á því.

Þetta eru einmitt stoðir hinnar nýju kenningar sem kallast „jákvæð umhverfishyggja“, en hún er fær um að sætta umhverfisvernd og hagþróun. Samkvænt kenningunni þarf að nýta tækni og leita framsækinna leiða til að vernda umhverfið. Jákvæð umhverfishyggja er ný hreyfing sem lætur ekki segja sér að umhverfisvernd hafi í för með sér lægri lifistandard eða minni lífsgæði. Þvert á móti, og það er einmitt þetta sem sumir kalla „græn-vöxt“, sem er sjálfbær þróun umhverfis í þágu almannahagsmuna.

Já, Gailbraith hafði rétt fyrir sér. Það er þörf á nýrri hagfræðikenningu fyrir velmegunarsamfélög síð-efnishyggjunnar þar sem fólk hefur í hávegum óhagfræðileg gildi eins og umhverfisvernd. Gailbraith lést árið 2006. Hann benti í þá átt sem við þurfum að fara, en lét okkur um að finna út úr hvernig við gætum best fetað þá leið. Hans síðustu skilaboð til okkar voru þessi: Reisa þarf nýtt samfélag síð-efnishyggju og það krefst þess að meta hagvöxt út frá sjónarhorni samfélags, tækni og umhverfis. Hagvöxtur einn og sér getur aldrei verið mælikvarði á framfarir mannlegs samfélags. Það er gerlegt og nauðsynlegt að tvinna saman umhverfisvernd, hagþróun og mannleg gildi.

Kenningin um græn-vöxt er aðeins byrjunin á þessari óhjákvæmilegu þróun. Við verðum að þróa uppskriftir fyrir hin ríku samfélög. Við verðum að endurskilgreina merkingu “vaxtar”, “framfara” og “siðmenningar.” Þetta er risavaxið verkefni sem krefur okkur um að breyta hugsun og lifnaðarháttum okkar. En göngum hugrökk á vit 21. aldarinnar. Minnumst gríðarlegra möguleika í krafti nýsköpunar og tækni sem geta bætt hag fólks á jörðinni og ástand hennar. Það eru ótakmarkaðir, spennandi möguleikar sem virðast draumkenndir í dag en geta verið orðnir raunveruleiki áður en langt um líður. Heimur morgundagsins verður allur annar en heimurinn í dag. En annar heimur en sá sem við þekkjum er svo sannarlega möguleiki.


"ICH BIN EIN BERLINER". Immigration and Integration: some challenges for Europe and Iceland

When the President of the United States, John F. Kennedy, visited West Berlin in June 1963, he pronounced this famous sentence “Ich bin ein Berliner” during a speech that is considered one of Kennedy´s best. He said:

“All free men, wherever they live, are citizens of Berlin, and, therefore, as a free man, I take pride in the words “Ich bin ein Berliner!”.

How could he consider himself a “Berlin citizen” if he was American? Well, that is precisely the point. He was underlying his political support for Berliners shortly after the Soviet-Communist state of East Germany erected the Berlin Wall. The Wall was built as a barrier to prevent movement between East and West Germany. Kennedy implicitely declared that the Wall that deprived half Berliners of the freedom to leave the country and the other half to visit their family and friends was a shame for all free men. Along came the following message: when confronted to any violation of human rights, deprivation of freedom and democracy, when deprived of the right to leave our country or to enter another country…. we are all victims, we are all affected, we are all “Berliners”.

According to Article 13 of the Universal Declaration of Human Rights, citizens may not be forbidden to leave their country. But it is also interesting that there is no similar provision regarding entry of non-citizens. The same can be said of the European Convention of Human Rights. Freedom to leave is not coupled with the right to be admitted. We are all “Berliners” once we leave our native countries as no other country is obliged to accept us.

It is not surprising that in this context, immigration has therefore a major political issue everywhere in the world. The European Union (EU) and the European Economic Area (EEA) are probably the only areas of the world that allow free migration between Member States (under some common rules).

Through the EEA Agreement, Iceland is obliged to accept the free movement of persons who are nationals of the EEA (EU-25+3 countries) (Romania and Bulgaria now in the EU but still not in the EEA). Obviously Icelanders are also free to move and settle in any other EEA country. Non-discrimination and same-treatment-to-nationals rules apply inmediately within this area.

As for the other nationals, those who do not belong to the EU-EEA, Iceland can decide its own policy of admission and rights. It can allow this immigration for macroeconomic reasons such as the suply or labour. It can also decide to allow temporary migrant workers to come and work for a limited amount of time.

Together with a clear immigration policy an integration policy must also exist. Economic rights  must be accompanied by social rights so that newcomers can function in their new country. It goes without saying that, in the case immigration might cause some specific tensions in the employment market and/or within the society, these issues need to be properly and quickly assessed and resolved.


Sad truth is that, faced to the new complex issues and challenges, European countries have not been able so far to adopt clear policies on immigration and integration issues. While the European Union has repeatedly acknowledged the need for migration to Europe, there has been little agreement on how to achieve this both at national and at European level.

It is clear that Europe is reaching a turning point in terms of addressing immigration and integration issues. Just as migration flows are becoming increasingly complex, so too the question of how to integrate those populations who are already in Europe seem to have no simple answers.

Unfortunately, we cannot ignore anymore the challenges that our societies are going through. Life goes on, whether there is a policy or not. Despite all complexities and difficulties we still must define a clear integration policy for those who come.

Integration “per se” falls under national and regional discretion, and the role for the European Union (EU) in to settle standards. The basic rationale for integrating migrants is that everyone is entitled to the same fundamental human rights and freedoms regardless of their nationality, ethnic association or race, as set out in the European Convention of Human Rights. The equal rights of all members of a community are reflected in policies that promote equal opportunities and combat discrimination.

The most substantial achievement in the EU has been the adoption, in November 2004, of 11 Common Basic Principles (CBPs) to offer “a coherent framework on integration of third-country nationals”. These principles outline the priorities which any integration policy should address, including the most important ones: access to employment, basic knowledge of the official language of the country and participation in the democratic process. The principles are also the basis for a common European agenda on integration. Member States can use the principles as a ‘check list’ to improve their integration programmes.

Integration not being covered by the EEA Agreement it is obvious that Iceland is not bound by these soft European rules. However, Iceland is part of the European Convention of Human Rights and should follow what the rest of European countries are doing. The 3rd Report issued by the Council of Europe (European Commission against Racism and Intolerance) on Iceland in 2006 encourages the Icelandic authorities in their efforts, taking into account other European experiences and recommends that they devote all the necessary resources to the new Immigration Council.

In fact, an integration policy is more necessary than ever. We have the obligation to ensure that all new comers, Europeans or not Europeans, can function effectively in their new country. This is a very important issue as we are playing with fire. The debate must be open and public. The solutions provided. Ignoring a substantial foreign population pretending that problems do not exist or hoping that social exclusion will encourage them to return home is not only irresponsible but will cause tensions, racism and xenophobia in our society. Nobody is born “immigrant”, you become “Berliner” when you move.

 

For more information you can read the following documents

 

 Council of Europe. European Commission against Racism and Intolerance

Third Report on Iceland. June 2006

http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/1-ECRI/2-Country-by-country_approach/Iceland/Iceland_CBC_3.asp#TopOfPage


European Union

European Commission


Communication of the Commission on immigration, integration and employment (2003)


http://www.ec.europa.eu/employment_social/employment_analysis/docs/comm_336_en.pdf

First Annual Report on Migration and Integration (2004)


http://www.ec.europa.eu/employment_social/employment_analysis/docs/com_508_en.pdf

A Common Agenda for Integration (2005)

http://europa.eu.int/eur-lex/lex/LexUriServ/site/en/com/2005/com2005_0389en01.pdf

 


 


"GREEN GROWTH": A NEW ECONOMIC THEORY FOR A POST-MATERIALIST SOCIETY

It is almost a paradox that the last book published by J.K.Galbraith, one of the most famous American economic scholars of the 20th century, known for his progressive views, was so critical about the “capitalist” system. What is even more interesting is that he considered himself “The Economics of Innocent Fraud” (2004) his best book. How is it possible that a man like Galbraith had become in his nineties one of the most intelligent and radical representatives of the “anti-capitalist” generation?

In his last work he explained his critical views regarding economic growth, particularly making an attack on the use of Gross Domestic Product (GDP) as a measure of development and human advance. He insisted there was a general confusion between society progress and economic development.

Galbraith criticised the assumption that continually increasing material production of goods and services is a sign of economic and societal health. But one must say that his view was not totally new. In fact he had made the same point in “The Affluent Society” back  in 1958, the first important example of scepticism about the value of economic growth. No, he had not lost his mind. He was still very lucid. Because of his theory Galbraith is sometimes considered one of the first “post-materialists”, the first economic author to give high priority to other values such as education, health, democracy, or the protection of environment.

The theory of post-materialism suggests that once individuals or societies become affluent or “rich”,  the mere production of goods and services (materialism) does not satisfy them anymore as they start to give high priority to other values based on humanism such as individual improvement, personal freedom, citizen input in government decisions, and/or maintaining a clean and healthy environment (post-materialism). For Galbraith it was a necessary logic conclusion that rich societies needed a completely new economic theory.

A new theory for economic development that serves to promote growth and to protect the environment…. Is it possible? At least it is not an easy exercise because, up to now, there has been an antagonism between economic growth theories and environmental protection ones. Environmentalism was rather negative, convinced that improving the environment had to be done through stopping economic growth.We could only have one or the other, we were told, as it was impossible for societies to pursue both goals. But has it to be necessarily so? 

Lets examine those premises under a new perspective. On one hand, economic development is not necessarily negative. We cannot reject “ per se” economic  growth, which allows people to live wealthier and healthier lives, and also fosters broader cultural and scientific development. On the other hand, the empirical evidence shows that once countries start getting wealthy, their environments improve. GDP is not perfect, but growth creates the wealth necessary to pay for cleaner environments. In fact, rich countries can indeed have a better environment as they can afford to do so.

And these are precisely the pillars of the new theory called “positive environmentalism” that finally offers the solution to solve this apparent antagonism. It is a pro-technology, pro-progress view of protecting the world's environment. For this new movement, it is simply not true to say that protecting the environment will inevitably lead to a reduction in our standard of living or quality of life. In fact, it's the other way round…and this is what some of them call “green growth”, a sustainable environmental development for the well-being of all.

Yes, Galbraith was always right. A new economic theory is needed for rich “post-materialist” societies where people give high priority to other non-economic values such as the protection of the environment. He died in April 2006 indicating the path to follow but leaving to us the responsibility to find the theory. Let´s all listen to his final message. A new “post-materialist” society has to be built where we will rethink economic growth from a social, technological and environmental perspective. GDP alone will never measure human progress. Environmental protection, economic development and humanist values can and must work together.

The “green growth” theory is only the beginning of this necessary evolution. We will have to find the new models for our “affluent” societies. We will have to redefine the meaning of “growth”, “progress” and “civilisation”. Of course this is a huge challenge. Of course it will require us to change the way we think and live. But let’s be brave when looking into our 21st century. Let´s not forget the unlimited power of innovation and technology and the benefits they can bring for our planet and all mankind. Let´s think of infinite exciting possibilities that may seem only distant dreams today. Tomorrow´s world will be radically different from today´s world. But this other world is certainly possible.


ENDALOK MÚGMENNISINS. Hljóðlát, friðsamleg bylting breiðist út um Evrópu

Árið 1928 gaf Ortega y Gasset, ungur spánskur heimspekingur, út bók þar sem hann reyndi að sjá fyrir um framtíðarþróun 20. aldarinnar. Titill bókarinnar var Bylting múgsins (La rebelión de las masas) og náði hún á skömmum tíma mikilli útbreiðslu enda prentuð á mörgum tungumálum. Hann spáði þarna fyrir um það sem síðar hefur verið kallað „múgsamfélagið”. Það er samfélag þar sem fólk hefur sankað að sér veraldlegum eigum, en er jafnframt að mestu hætt að hugsa gagnrýnið og hefur misst áhugann á stjórnmálum. Manngerð þessa samfélags, múgmennið, er eins og fordekraður krakki sem telur sig eiga rétt á öllu. Múgmennið er þurftafrekt og síóánægt. Það neytir alls sem náttúran gefur af sér án þess að leiða hugann að því hvaðan það kemur. Múgmennið trúir hvorki á æðri skyldu né að því beri að fórna einhverju, það heimtar bara sitt og vill hafa það gott. Fámenn valdstjórn á auðvelt með að stýra múgmenninu að vild enda hefur það hvorki langtímaminni né á það sér framtíðarsýn fyrir samfélagið.

Því miður rættust spádómar Ortega y Gasset og 20. öldin varð öld múgmennisins og sigurgöngu múgsamfélagsins. Nú er hins vegar ný friðsamleg hreyfing að taka á sig mynd. Það fer svo hljótt um hana að við tökum varla eftir henni. Þessi hreyfing er lítt sýnileg, en staðreyndirnar tala sínu máli. Hugrakkt fólk sem tilheyrir 21. öldinni hefur ákveðið að það vilji ekki lengur vera múgmenni og það fer eins og eldur um sinu. Víða um heim, en einkum í Evrópu, hlýða karlar og konur kalli skyldunnar, endurheimta gagnrýnisraddir sínar og kalla á nýjan heim, á alþjóðleg lög um nýja heimsskipan, á niðurfellingu manngerðra víglína, á breytta hagþróun sem ver jörðina fyrir yfirvofandi hamförum, sem hefur löngu verið varað við. Þetta fólk hefur smátt og smátt orðið meðvitað um rétt sinn og er byrjað að nýta sér hann. Þetta er hljóðlát bylting hins venjulega fólks. Múgmennið er dautt og ný manngerð er komin fram á sjónarsviðið. 50 árum eftir stofnun Evrópusambandsins virðir þessi nýi venjulegi maður að vettugi þær reglur sem eru við lýði og rústar múrum milli þjóðríkja. Veraldarvefurinn og lýðræðishefðin eru loksins að gefa hinum venjulega manni þá rödd og þann vettvang sem hann þurfti á að halda.

Samruni Evrópu hefur gert þessa vitundarvakningu mögulega. Nýtt evrópskt hugarfar hefur orðið til eftir að þjóðríkin afsöluðu sér fullveldi sínu til stofnana Evrópu. Við teljum réttindi vera sjálfsögð sem voru ekki einu sinni til fyrir 50 árum, eins og ferðafrelsi, réttinn til að vinna og setjast að hvar sem við viljum í Evrópu, til þess að ganga í hjónaband með öðrum Evrópubúa, til þess að senda börn okkar í skóla til annarra Evrópulanda, til þess að vera sjúkratryggð þegar við ferðumst um álfuna, til þess að geta keypt eignir í útlöndum, til þess að geta stofnsett fyrirtæki og fjárfest að lyst víða um heim. Mestu varðar þó að við búum við evrópskt réttarkerfi sem sáttmálar Evrópusambandsins færðu borgurunum andstætt sáttmálum evrópska efnahagssvæðisins eða öðrum alþjóðasáttmálum, sem veita því miður venjulegum borgurum takmarkaðan aðgang, ef þá nokkurn. Alþjóðlegir dómstólar eru einungis opnir fyrir ríkjum og alþjóðastofnunum. Í 50 ár hafa borgarar Evrópu hins vegar getað farið með kærumál sín gegn eigin ríki eða stofnunum Evrópu til Evrópudómstólsins í Lúxemborg eða jafnvel til mannréttindadómstólsins í Strassborg.

Davíð gegn Golíat. Borgarar gegn ríkjum. Aðgengi borgaranna að yfirþjóðlegum dómstólum gæti hafa verið kveikjan að hinni hljóðlátu byltingu sem nú á sér stað í Evrópu. Þessi þróun hefur getið af sér hreyfingu sem hvorki verður stöðvuð né verður henni umsnúið vegna þess að hún hefur breytt því hvernig Evrópubúar skynja heiminn. Hún hefur getið af sér þennan nýja mann.

Á sama tíma og stjórn Bandaríkjanna reynir að eyðileggja þann árangur sem hefur náðst með alþjóðlegum lagasetningum og að grafa undan veikburða yfirráðum Sameinuðu þjóðanna með því að tendra ófriðarbál í nafni “fyrirbyggjandi stríða” er hinn nýi maður sannfærður um að öll lönd hafi rétt og beri siðferðileg skylda til að skipta sér af innanríkismálum annars ríkis ef þjóðarmorð á sér stað, ef þjóðin sveltur, ef kemur til hamfara á borð við flóðbylgjur eða jarðskjálfta og þegar umhverfisslys eru yfirvofandi. Hinn nýi maður umber hvorki spillingu, ranglæti né dánartilfelli sem eru afgreidd sem hliðarverkanir ástands (collateral damage).  

Þessi nýi maður fer út á götu og mótmælir friðsamlega. Hann trúir á nýja tegund grasrótarlýðræðis, hreyfingu sem kemur neðan frá og sem leitast við að komast til valda á eins friðsamlegan og skilvirkan hátt og unnt er vegna þess að hinar gömlu stofnanir takast ekki á við aðsteðjandi vandamál nýrrar aldar. Þessi maður trúir að vald geti breyst og að samfélagið geti endurnýjst. Hann tekur þátt í borgaralegu félagsstarfi, sinnir sjálfboðastarfi í frjálsum félagasamtökum og er kannski virkur í nýjum stjórnmálaflokkum.

Heimurinn er ein heild í augum þessa manns. Það er ekki hægt að sundra heiminum af fjölþjóðafyrirtækjum, alþjóðlegum glæpahringjum eða jafnvel ríkjum. Þessi maður skilur að þjóðríki ein og sér hafa ekki burði til að takast á við vandamál samtímans eins og hryðjuverkastarfsemi, mansal, styrjaldir, Aids eða fátækt. Þjóðir verða að taka höndum saman. Ef Evrópa hefur ekki bolmagn eða rétt til inngripa þá leitar þessi maður annarra alþjóðlegra lausna á vandanum sem við blasir. Dómari á Spáni, hinn frægi „juez Baltasar Garzón” leggur til nýjan lagalegan grunn að þessari umbyltingu alþjóðlegrar skipunar. Ég er viss um að Ortega y Gasset væri stoltur af honum vegna þess að hann er sönnun þess að hið úrelta múgmenni 20. aldar er liðið undir lok.  

Þessi nýi maður er hvergi jafn eftirtektarverður og í viðhorfum sínum til umhverfismála. Út um alla Evrópu er ný kynslóð fólks sannfærð um að „framfarir“ geti verið á kostnað samfélagslegra umbóta. Hagvöxtur getur verið á kostnað náttúru sem er of viðkvæm til að lifa af. Allt í einu virðist sem tapaðir málstaðir vakni á ný til lífsins sem sést hvað best á því að krafan um að samþykkja Kyoto bókunina hefur aldrei verið háværari en einmitt núna. Heimildarmynd Al Gore, „Óþægilegur sannleikur“ er bara toppurinn á ísjakanum.

Ísland er ekki undanskilið byltingu hins venjulega manns. Æ fleira fólk lætur í sér heyra um framtíð landa þeirra og samfélagsins. Bókin um Draumalandið varð metsölubók þvert á allar væntingar. Þetta sést líka á titringnum í kringum þá hreyfingu sem Framtíðarlandið stendur fyrir. 15000 manns fylgdu kalli einstaks og hugrakks manns og gengu í þögn niður Laugarveginn og syrgðu náttúru sem var þeim glötuð um aldur og æfi. Þessa hreyfingu vantaði sterka rödd og Ómar var maðurinn sem tendraði eldinn. Ný stjórnmálahreyfing hefur fæðst og tilgangur hennar er að virkja þá sem hugsa gagnrýnið, hafa eigin skoðanir og koma með djarfar lausnir. Í leit að nýja manninum.
 
Birtist  í Morgunblaðinu 23. Mars 2007 í miðopnu, s. 31.


THE DEATH OF THE MASS-MAN. A silent pacific revolutionary movement is spreading across Europe

In 1928 a young Spanish filosopher, Ortega y Gasset, published a book that would define the history of the 20th century. It was entitled “La rebelión de las masas” and it would be soon translated into many foreign languages becoming a best-seller at his time. In this book he predicted what would later be defined by the media as the “mass-society” . A society integrated by a majority of individuals who have a lot of material possessions but have given up their political will and their critical mind. This mass-man takes all for granted like a spoiled child, is full of  desires and continous insatisfaction, consumes all natural resources without even wondering where they come from, does not believe in higher duties or sacrifice, lives passively and just seizes the day. Easy to manipulate by an organised minority, the mass-man has no memory nor long-term projects for the society…

Unfortunately Ortega y Gasset´s predictions in 1928  became true and the 20th century can be defined like the era of the mass-man, and the triumph of the mass-society.

But a new pacific movement is taking place. It is so silent we can hardly listen to its rumour, it is almost invisible but can be spotted though the facts. Some brave people who belong already to the 21st century have decided they do not want to be mass-men anymore. And this spark is spreading the fire. All over the world, but specially in Europe, men and women are waking up to their duties, recovering their critical voices and claiming for a new world, calling for a  new legal international order, for the end of man-made frontiers, for an alternative way of economic development that preserves the Earth from a long announced disaster…. These people have slowly started to know and exercice their rights.

And this is the silent revolutionary movement of the ordinary man. The mass-man is dead and a new man is born. 50 years after the birth of the European Union this new ordinary man is defying the existing legal orders and making national state divisions break into pieces. Internet technology and democratic traditions are finally giving this man the voice and stage that he needed.

European integration has maybe made this new conscience possible. The transfer of sovereignity from national states towards the European institutions has produced a new European state of mind. We all take for granted new rights that did not exist 50 years ago: the right to travel free, to work and settle in Europe where we want, to marry other Europeans, to send our children to study to other countries, to have European free medical insurance when we travel, to buy properties abroad, to create companies and invest freely in the world. And most importantly, we are all concious about the access to a system of European justice that the EU treaties gave directly to us, the citizens, contrary to the EES or other international treaties that restrict direct access for ordinary people and offer only procedures for the States. For 50 years now European citizens have enjoyed the right to bring their cases against their national states or European institutions to the European Court of Justice in Luxembourg or even the European Court of Human Rights in Strasbourg.

David against Goliath. Citizens versus States…Access to supranational justice might have been the spark of this silent revolution taking place in Europe. And this trend is a movement that cannot be stopped or reversed because it has changed the way Europeans perceive the world. It has produced the birth of a this new man.

At the time when United States is trying to destroy the achievements of the international legal rules and the United Nations weak supremacy by spreading the geopolitic of chaos on the basis of “preventive wars”….this new man is convinced that any country has the right and the moral obligation to intervene in the internal affairs of another nation when a genocide is taking place, when its population is starving, when a disaster such a tsunami or an earthquake strikes, when environmental pollution is at stake…this new man connot tolerate corruption, injustice or death of civilians qualified as “collateral damages”.

This new man goes down to the street and demonstrates peacefully. He believes in a new kind of grass-root democracy, a  movement from the botton of society that aims to gain power as peacefully as effectively because the old institutions do not serve the problems that the new century has brought. This man believes in a change of power, in a regeneration of society. He is participating in new civil associations, volunteering in NGOs and maybe active in new political parties.

For this man the world is unique and it cannot be fragmented into pieces by multinational companies, international mafias or even States. This man can perceive that nations alone cannot fight against the problems of the century; terrorism, traffic of human beings, wars, aids or poverty. Supranational efforts are needed, if Europe does not have the right competence to intervene, this man searches for other international solutions. History never repeats itself but a new judge in Spain, the famous “juez Baltasar Garzón” has taken over the Spanish philosophical legacy and is offering to the world the new legal basis for this international order revolution. I am sure Ortega y Gasset would be proud of him, as he proves the old mass-man from the 20th century is dead.

The new man is maybe nowhere more remarkable than on his environmental views. All across Europe a new generation of people is now convinced that human “progress” can bring even negative results on the terms of social achievements. Economic growth can be destructive to a nature that is too fragile to survive. All of a sudden lost causes seem to revive and a call to enfore the Kioto Protocol is more alive than ever. Al Gore documentary “An inconvenient truth” is only the top of the iceberg.

Iceland is not an exception to this revolution of the ordinary man. More and more people are raising the voices to wonder about the future of their country and society. We can already see the waves provoked by this new “Framtiðarlandið” movement. 15.000 people marched in silent down Laugavegur following the call of a unique brave man and mourning for a nature forever lost. A new political party is born and its aim is to wake up critical minds, independent views, different brave solutions…. Searching for the new man.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband