Og hvaða áætlanir skyldu vera í gangi hér í Reykjavík?

Það kemur varla á óvart að Danir skuli skjóta okkur ref fyrir rass í þessum málum. Á meðan kjörnir fulltrúar okkar í borgarstjórn rífast um REI og útrás orkufyrirtækja hinum megin á hnettinum erum við enn á hálfgerðu steinaldarstigi hér í gömlu góðu Reykjavík, mörg akandi um á olíuknúnum tvíbreiðum jeppum með nagladekk og tjöruryk í lungum.

Danir vonast til að rafbílar verði komnir í almenna notkun eftir 8 ár. Skyldu Íslendingar þá vera farnir að hugsa sinn gang?


mbl.is Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband