4.5.2007 | 16:13
Þrjár undirstöður laganna
Undirstaða allra lýðræðis- og réttarríka í Vestur Evrópu er lögin. Þau eru trygging fyrir því að stjórnvöld fari ekki með völdin að eigin geðþótta. Borgararnir mega ekki velkjast í vafa um hver lögin eru og verða að vera vissir um að þeir séu allir jafnir fyrir lögum. Ríkisvaldið er einnig bundið af löggjöfinni.Íslenska ríkið veitir ríkisborgararétt samkvæmt lögum þar um. Alþingi getur veitt ríkisborgararétt með lagasetningu. Hvað er þá að í síðasta hneykslinu í málum umhverfisráðherra?
Frá lagalegum sjónarhóli
Þótt svo virðist sem rétt hafi verið staðið að framkvæmdinni við veitingu ríkisborgararéttar til verðandi tengdadóttur umhverfisráðherra er svo að sjá að andi laganna og tilgangur þeirra hafi verið afbakaður. Ákvörðun Alþingis ætti að skoða í ljósi kenninga um lagasetningu (sbr. virta fræðimenn eins Hans Kelsen, Norberto Bobbio, Enrico Pattaro).
Til að lög geti kallast lög verður lagasetningin að hvíla á þremur grunnundirstöðum:
1. Þau verða að vera gild og tekin upp í samræmi við lögformlegan framgangsmáta.
2. Þau verða að vera réttlát, sanngjörn, siðleg og jafnvel mórölsk í krafti sjálfs sín.
3. Þau verða að vera lögmæt, áreiðanleg og miða að niðurstöðu sem meirihluti fólksins sættist á.
Þetta eru svonefndar þrjár undirstöður laganna í klassískri lögheimspeki. Mig uggir að ákvörðunin í þessu máli taki aðeins mið af fyrsta atriðinu.Þegar nefndarmenn eru spurðir svara þau því til að allur framgangsmáti hafi verið réttur svo ákvörðunin sé góð og gild. Hitt er aldrei nefnt að vafi leiki á um sanngirni og einnig lögmætið sjálft.
Sannleikurinn er sá að tæknileg útfærsla við gildistöku laga er aðeins ein af undirstöðum laganna og getur ein af sjálfri sér ekki réttlætt lagalega ákvörðun.Gildið eitt sem einu rökin fyrir lýðræðislegri og lögformlegri skipan dugir ekki til. Innihaldið er einnig nauðsynlegt.
Því miður sýnir saga Evrópu á 20. öldinni að þegar sanngirni og lögmæti skortir afbakast lögin í framkvæmd. Eftir að Nuremberg réttarhöldunum lauk var sæst á það í kenningalögfræði að undirstöðuréttindi manna og lögmætan ásetning þyrfti svo hægt væri að réttlæta lagalega skipan. Í Evrópu voru reistar skorður við gerræði og geðþóttaákvörðunum.
Frá pólitískum sjónarhóli
Ákvörðunin sem hér er til umfjöllunar hefur valdið ólgu í samfélaginu og skapað fordæmi sem aðrir geta vísað til í umsókn um ríkisborgararéttindi.Hvað gerðist ef fimm eða tíu þúsund manns sæktu um ríkisborgararétt á forsendum þessa máls? Af hverju skyldu þeir ekki gera það? Ekkert bannar það.Hvernig hyggst Alþingi bregðast við því? Á hvaða forsendum ætlar Alþingi að veita eða synja um íslenskan ríkisborgararétt?Ísland er bundið við reglur um að fólki skuli ekki mismunað.
Frá 28. júní 1995 er í íslensku stjórnarskránni ákvæði sem tryggja á jafnræði þegnanna fyrir lögum og bannar mismunun á grundvelli kyns, trúar, skoðanna, þjóðar, kynþáttar, hörundslitar og skyldleika auk annarra atriða.Þessi regla er einnig staðfest í 11. grein laga nr. 37 frá 1993 um stjórnsýslu. Mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins hefur einnig verið felldur inn í íslenska löggjöf með lögum nr. 62 frá 1994 og því má vísa í greinar hans frammi fyrir íslenskum dómstólum sem landslög væru.
Hvað svo?
Samantekt
Rómverjar til forna sögðu: Sá sem beitir bókstaf laganna í trássi við anda þeirra spillir lögunum. Að mínu mati er ákvörðunin um að veita íslenskan ríkisborgararétt einstaklingi sem "sem hafði óþægindi af því að hafa ekki evrópskt vegabréf" og vera undir lög Evrópusambandsins um vegabréfsáritanir og innflytjendur settur við nám erlendis ósiðleg og vissulega ólögmæt. Ekki lágu mannúðarástæður að baki, ekki komu börn við sögu, engin var knýjandi nauðsynin bara einkahagsmunir. Enginn hefur fram að þessu komið með réttmæta réttlætingu á málinu. Við skeytum ekki um hvað þessi einstaklingur hyggst gera fyrir land og þjóð eða hvert framlag hans verður til samfélagsins.
Lögin þurfa ekki aðeins að vera gild heldur einnig siðleg og lögmæt. Annars verða þau handbendi gerræðislegra valdaákvarðanna. Hefur íslenskum lögum verið umsnúið og tilgangur þeirra afbakaður í þessu máli? Já eða nei? Ef svarið við því er nei hefur þá Alþingi skapað nýtt fordæmi fyrir alla útlendinga til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fimmtán mánaða dvöl í landinu?
Þetta eru spurningarnar sem vakna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.