Evrópusambandið er á fleygiferð í breytingum- hvað um Ísland? verðum við ekki með?

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingins flutti erindi 17. apríl í HI. Hún sagði mjóg klár og hátt

"Með þeim breytingum sem verða í ESB eftir gildistöku Lissabon-sáttmálunum, rýrnar enn þeir möguleikar sem Ísland og hin EFTA-ríkin í EES samstarfinu hafa til áhrifa á mál sem varða hagsmuni þeirra"

Spurning er þá: vill Ísland, já eða nei, fara inn í ESB?

http://visir.is/article/20080417/FRETTIR02/519916686

http://www.vb.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=41932

Frá vb.is siða

Varaforseti Evrópuþingsins flutti fyrirlestur um tengsl Íslands og ESB

"Með Lissabon-sáttmálanum sem leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) undirrituðu síðastliðinn desember - og tekur væntanlega gildi í ársbyrjun 2009 - munu völd Evrópuþingsins aukast á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum.

Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins munu gera það að verkum að það verður bæði erfiðara og flóknara fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB.

Þetta kom fram í máli Díönu Wallis, þingmanni og varaforseta Evrópuþingsins, í fyrirlestri sem hún flutti í morgun um tengsl Íslands og Evrópusambandsins.

Wallis sagði að nýr sáttmáli ESB eigi eftir að hafa mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Og á þetta á sérstaklega við um Evrópuþingið, að mati Wallis.

Fram kom í máli hennar að Íslendingar gætu vissulega fylgt óbreyttri stefnu gagnvart ESB og látið sem ekkert gefi tilefni til þess að breyta því sem hingað til hefur gefist vel. Hins vegar gæti það reynst kostnaðarsamt og komið niður á hagsmunum Íslands.

Wallis sagði að Íslendingar myndu þurfa í auknum mæli að byggja upp og viðhalda nánum tengslum við einstaka þingmenn og þingmannahópa á Evrópuþinginu, í því augnamiði að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB. Slíkt gæti reynst tímafrekt, kostnaðarsamt og flókið.

Wallis benti jafnframt á að Lissabon-sáttmálinn myndi veita þjóðþingum aðildarríkja Evrópusambandsins í fyrsta skipti tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmd lagasetningu Evrópuþingsins. Þjóðþingin gætu nú fengið uppköst að frumvörpum sem liggja fyrir Evrópuþingið til skoðunar og mótmælt þeim ef tilefni þætti til. Með öðrum: Gefið þeim gult spjald, sagði Wallis.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra Íslands, spurði Wallis hvort hún teldi að hægt væri að ljúka aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á innan við ári.

Wallis sagðist hafa hafa heyrt samstarfsmenn sína innan ESB tala um, að vegna náins samstarfs Íslands og ESB á grundvelli EES-samningsins, væri hægt að ljúka slíkum viðræðum á nokkrum mánuðum, enda ætti hún ekki von á því að einhver aðildarríki myndu reyna að tefja viðræðurnar."

Sjá nánar um Diana Wallis á

http://www.dianawallismep.org.uk/

_________________________

Some other notes from the Conference held in HI 17th April 2008

";...If ever Iceland decides to start negotiations with the EU, I am personally convinced that the fact that the fisheries policy is an essential element of Icelandic economic life and sovereignity .... will be of course taken into account during the negotiations" ....

And I would personally add that, thanks to the Luxembourg compromise (1966) and the Iaonnina agreement (1994) that are part of the EU legal order, it is clear that any issue that affects the national interest of any Member State of the EU will be taken very seriously by the other Member States. These texts in practice are recognising an informal veto power between "gentlement" or diplomats representing States.

My question is, would this "essential interest"; apply to Icelandic fisheries policy during eventual negotiations?

My personal conclusion is yes, and this is something that I have witnessed. I refer to my experience negotiating with Ministers from Rumania during my previous work as a Senior Lawyer for the EU in 2002, when they requested exceptions from tobacco control policy legislation on the facts that a lot of jobs and families depended on farming tobacco and needed subsidies from the State. The European Commission, presented with due economic evidence and all other facts necessary for the decision on the issue, agreed to make an exception.


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Veistu hvað við munum fá mörg atkvæði á Evrópuþinginu? 6 af 750 eftir að Lissabon sáttmálinn tekur gildi. Þú hlýtur að sjá það sjálf að sex þingmenn af 750 þingmönnum verja enga hagsmuni. Menn munu ekki einu sinni taka eftir þeim.  Ef þú telur að það verði erfitt að verja íslenska hagsmuni fyrir utan ESB þá verður það algerlega ómögulegt eftir að við erum gengin í ESB.

Jóhann Pétur Pétursson, 20.4.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Maria Elvira Méndez Pinedo

Já, einnmitt, þetta er miklu betra núna. Við fáum 30% lögggjöf frá EB beint frá Brussels og höfum null atkvæði.

Núna búum við í þessu sem sérfræðingar í Norje kalla "Fax/E-mail democracy". Takk, allt þetta tölvupóst sem koma með EES löggjöf.

Til dæmis nýkomin Tilskipun "Directive EU on the citizenship (2004)" sem EES -lönd vildi ekki taka við í 100% og sem var smþykkt desember 2007 inni í EES.

Frábært að halda áfram svona.

Maria Elvira Méndez Pinedo, 20.4.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í þeim tilfellum, sem aðarar þjóðir í ESB telja að ekki sé öruggt að mál þeirra hljóti meirihluta á Evrópuþinginu þá geta litlar þjóðir með fá atkvæði samið við þær um stuðning við sín mál gegn því að þær styðji mál, sem smáu þjóðirnar vilja ná fram. Þannig geta litlar þjóðir haft áhrif og í sumum tilfellum komið sínum málum í gegn.

Annað er að EES er ekki bandalag þar, sem valtað er yfir minnihlutan eins og gerist í stjórnmálum hér á landi. Það hefur ekki minna að segja að vera með menn í þeim nefndum, sem móta stefnuna í einstökum málum heldur en að vera með menn á sjálfu Evrópuþinginu. Þar er hlustað á öll sjónarmið þó ekki sé allt samþykkt. Við höfum nú þegar getað haft áhrif á einstök mál með viðræðum við þjóðir með menn inn í þessum nefndum. Í flestum tilfellum höfum við gert það með því að tala við fulltrúa þeirra Norðurlanda, sem eru í Evrópusambandinu og þar af leiðandi með menn í þessum nefndum. Áhrifin yrðu vart minni ef við værum sjálfir með menn í þessum nefndum.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband